Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.
Eins og frægt er orðið fær Heimir Guðjónsson ekki nýjan samning hjá FH eftir leiktíðina. Kom þetta mörgum á óvart, en Heimir hefur skilað FH í efri hluta Bestu deildarinnar í þrjú ár í röð. Þá náði hann auðvitað ótrúlegum árangri á árum áður.
Gestirnir vildu koma á framfæri hneysklan á þessu.
„Maður hefði haldið að þeir gerðu ekki sömu mistökin tvisvar en þetta er gjörsamlega galin ákvörðun. Hvað vakir fyrir þeim?“ sagði Birkir, en FH lét Heimi fara 2017 og vísar hann í það.
„Það ætti frekar að skófla Davíð Þór og gefa Heimi lyklana þarna,“ sagði Leifur þá í gamansömum tón, en Davíð er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH.
Þátturinn í heild er í spilaranum.