Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.
Kvennalið Breiðabliks varði á dögunum Íslandsmeistaratitil sinn og er bilið í næstu lið þó nokkuð.
„Maður er bara byrjaður að búa til pláss í bikarskápnum fyrir titla næstu ára,“ sagði Birkir, sem er stuðningsmaður Blika.
Valur hefur keppt við Blika um tititlinn undanfarin ár og liðin skipts á að vinna hann. Nú eru Valsarar hins vegar 24 stigum á eftir Blikum.
„Um leið og Pétur Péturs fór, ég hefði getað sagt þeim það, með farsælli þjálfurum í sögunni, þetta var bara galið,“ sagði Leifur, en Valur ákvað að halda ekki Pétri eftir síðustu leiktíð.
Þátturinn í heild er í spilaranum.