Starf Jose Mourinho í Tyrklandi er í engri hættu en þetta staðfestir forseti Fenerbahce þar í landi.
Mourinho og félagar eru átta stigum frá toppsætinu í Tyrklandi og er hann í dag orðaður við endurkomu til Englands.
Everton er sagt hafa áhuga á að ráða Mourinho til starfa en hann hefur stýrt þremur liðum þar í landi á sínum ferli.
Koc vill þó ekkert meira en að halda Mourinho í starfinu og segir að hann verði að virða þann samning sem hann gerði í sumar.
,,Hvort við séum til staðar eða ekki, Jose Mourinho þarf að sinna sínu starfi,“ sagði Koc.
,,Þegar kemur að Mourinho þá munum við halda honum svo lengi sem við erum á lífi. Stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og hann færir liðinu gæði.“