Það eru margir byrjaðir að kannast við strák að nafni Max Dowman sem ku vera efnilegasti leikmaður Arsenal.
Dowman fagnaði 15 ára afmæli sínu í desember og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið með U21 liði félagsins.
Mikel Arteta, stjóri liðsins, er spenntur fyrir Dowman en spilar niður þær sögusagnir að hann muni fá tækifæri með aðalliðinu á tímabilinu.
,,Hann er mjög spennandi. Sumir hlutir sem hann getur gert eru ótrúlegir. Við höfum mikla trú á honum og við getum gert hann að einum af okkur,“ sagði Arteta.
,,Það eru þó ákveðnar takmarkanir til staðar í dag vegna aldursins og við þurfum að bíða og sjá. Hann er að klifra upp stigann mjög hratt.“