Arnar Grétarsson mun ekki halda áfram með Fylki, þetta staðfestir félagið á vef sínum. Samningur Arnars sem þjálfara meistaraflokks karla hjá Fylki rennur út í næstu viku.
„Með samstilltu átaki, sem Arnar leiddi, hélt Fylkir sæti sínu í Lengjudeildinni með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum tímabilsins,“ segir á vef Fylkis.
Arnar tók við Fylki eftir að Árna Frey Guðnasyni var sagt upp störfum á miðju sumri. Honum að tókst að bjarga liðinu frá falli.
,,Við þökkum Arnari fyrir gott og árangursríkt samstarf. Stjórn og meistaraflokksráð Fylkis óskar Arnari jafnframt velfarnaðar og góðs gengis í framtíðinni,“ segir Ragnar Páll Bjarnason úr stjórn Fylkis.
Arnar hefur hér á landi stýrt Breiðablik, KA, Val og nú síðast Fylki.