Eberechi Eze er kominn á blað með Arsenal, en hann skoraði gegn Port Vale í enska deildabikarnum.
Um hálftími er liðinn af leiknum og skoraði Eze á 8. mínútu. Um fallegt liðsmark var að ræða.
Eze gekk í raðir Arsenal frá Crystal Palace í sumar og eru miklar vonir bundnar við hann á Emirates-leikvanginum.