Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit enska deildabikarsins eftir 0-2 sigur á C-deildarliði Port Vale í kvöld.
Eberechi Eze kom Arsenal yfir með laglegu marki snemma leiks, sem var jafnframt hans fyrsta í treyju síns nýja félags. Leandro Trossard innsiglaði svo sigurinn í restina.
Manchester City vann þá 0-2 sigur á Huddersfield, þar sem Phil Foden og Savinho skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.
Loks vann Tottenham 3-0 sigur á Doncaster og Newcastle vann Bradford 4-1.