fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Ferdinand skilur ekki þessa áráttu hjá Amorim – Hefði hatað þetta sem leikmaður

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. september 2025 15:00

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United, hefur gagnrýnt þjálfara liðsins, Ruben Amorim, fyrir taktísk skipti í vörninni sem hann segir að hann „hefði hatað“ sem leikmaður.

United nældi sér í þrjú mikilvæg stig í 2-1 sigri á Chelsea á Old Trafford um helgina, en lokamínúturnar urðu æsispennandi eftir að Trevoh Chalobah minnkaði muninn undir lok leiks.

Heimamenn virtust með allt á hreinu þegar Robert Sanchez, markvörður Chelsea, fékk beint rautt spjald á 5. mínútu fyrir klaufalega tæklingu á Bryan Mbeumo. Bruno Fernandes og Casemiro komu United í 2-0, en flugið minnkaði rétt fyrir hálfleik þegar Casemiro var einnig rekinn af velli – og United því manni færri.

Ferdinand bendir á að þessi breyting á leikflæði hafi að hluta stafað af ákvörðun Amorims um að skipta um miðvörð á lokakafla leiksins, þegar Leny Yoro kom inn fyrir Harry Maguire á 70. mínútu.

Amorim hefur gert að minnsta kosti eina miðvarðaskiptingu í fimm af sex leikjum liðsins á tímabilinu, í öllum keppnum. Einu undantekninguna má finna í 3-2 sigri gegn Burnley, þó kom þá Noussair Mazraoui inn fyrir Yoro undir lokin og spilaði í raun sem þriðji miðvörður þar til Bruno Fernandes skoraði sigurmarkið.

Ferdinand var ekki hrifinn: „Ég horfi á lið sem vinna titla, mitt lið, gamla Arsenal-liðið með Tony Adams, Martin Keown eða Sol Campbell. Svo Chelsea með John Terry og (Ricardo) Carvalho, William Gallas. Nú Van Dijk og Konaté hjá Liverpool,“ sagði Ferdinand.

„Þetta eru sömu miðverðirnir í hverjum einasta leik. Það er stöðugleiki í valinu og því samhæfing í vörninni. Paris Saint-Germain gerðu það sama, sömu tveir miðverðir allan tímann í Meistaradeildinni og þeir unnu titilinn.“

„Þessi stöðugu breytingar Amorims á miðvarðapörum eru mér hulin ráðgáta. Ég hefði ekki unað því sem leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður Sigurvin næsti þjálfari FH?

Verður Sigurvin næsti þjálfari FH?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hættir Davíð Smári með Vestra?

Hættir Davíð Smári með Vestra?
433Sport
Í gær

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Í gær

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship