fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 11:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona og leikmaður Angel City í Bandaríkjunum segir djúpt í árina tekið að kalla frammistöðu Íslands á EM í sumar vonbrigði.

Ísland lenti í fýsilegum riðli með Finnlandi, Sviss og Noregi en tapaði öllum leikjunum í riðlakeppninni og sat þar með eftir. Margir voru vonsviknir með gengið.

„Ég held að fólk skilji ekki alveg hvað það er erfitt að komast í Evrópuúrslitin. Það er sigur í sjálfu sér að komast þangað. En auðvitað vildum við vinna alla leiki og komast áfram úr riðlinum, eins og við ætluðum okkur náttúrulega.

En mér finnst bara frábært að Ísland sé á þeim stað að geta tryggt sér sæti í úrslitunum, eins og við höfum gert fimm sinnum í röð, og það er í sjálfu sér mikið afrek að litla Ísland skuli komast á Evrópumótið. Auðvitað viljum við vinna alla okkar leiki, en við erum að spila gegn frábærum liðum sem vilja það líka. Að við höfum valdið vonbrigðum eru mjög stór orð. Við lentum í góðum riðli og hefðum getað gert betur, en það að komast á EM er ákveðinn sigur í sjálfum sér,“ sagði Sveindís í viðtali við Morgunblaðið um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga