fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Neville greinir stöðu Arsenal – Efast um Arteta og segir liðið of einhæft

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. september 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville hefur sett spurningamerki við hvort Arsenal leikmenn trúi því virkilega sjálfir að þeir geti unnið deildina, eftir að hann lýsti liðinu sem einhæfu liði sem treysti of mikið á föst leikatriði.

Arsenal náði seint að jafna metin gegn Manchester City á sunnudag með marki frá Gabriel Martinelli, sem kom í veg fyrir tap á heimavelli gegn keppinautum sínum í toppbaráttunni. Pep Guardiola hafði breytt leikstíl City til að stöðva helstu ógn Arsenal, föst leikatriði.

Neville, sem var að lýsa fyrir Sky Sports, viðurkennir að hann hafi spáð Arsenal sem Englandsmeisturum í ár, en telur að frammistaðan gegn City undirstriki hversu einhliða sóknarleikur liðsins er.

„Ég held að Guardiola hafi stillt upp eins og hann gerði af því hann sér að Arsenal er svolítið einfætt lið,“ sagði Neville í Gary Neville Podcast. „Föst leikatriði eru svo stór hluti af þeim færum og mörkum sem þeir skapa, að eina sem þú þarft að gera er að vera með stóra leikmenn í teignum og markvörð sem kýlir boltann frá.“

Neville hélt áfram og gagnrýndi hvernig Arteta stillti upp liðinu í upphafi leiks. „Mitt viðhorf gagnvart Arsenal var. ætlar hann að taka áhættuna? Ætlar hann að senda leikmönnum skýr skilaboð um að hann trúi á þá og ætli sér titilinn?“

„Svo kemur byrjunarliðið og Trossard, sem er frábær leikmaður og Merino eru í liðinu. Ég hugsaði það sama á Anfield. Ég get ekki annað en horft á hvað stjórinn gerir, ekki bara hvað hann segir.“

„Tvær skiptingar í hálfleik segja okkur að leikurinn fór ekki eftir áætlun. Þeir leikmenn sem byrjuðu voru ekki að fara að vinna leikinn, sérstaklega þegar þeir lenda undir.“

Neville telur einnig að varkár nálgun Arteta dugi ekki fyrir lið sem ætlar sér að brjóta langa titilbið. „Þú getur ekki beðið eftir að vinna deildina. Til að vinna deild þarftu eitthvað meira.“

„Áður en þessi leikur hófst höfðu sex af níu mörkum Arsenal komið úr föstum leikatriðum, eitt þeirra var víti. Það er frábært að vera góður í föstum leikatriðum, en það er ekki nóg.“

Hann gagnrýndi einnig að Arsenal nýti ekki hæfileikana í hópnum til fulls. „Þeir hafa Saka, Martinelli, Gyökeres, Havertz, Eze, Trossard, Nwaneri, Madueke, Ødegaard, þetta er hópur frábærra leikmanna sem ætti að búa til endalaust af færum.“

„Hvað stoppar þá? Hvað veldur því að þeir eru ekki spennandi í sóknarleik? Þegar maður sá byrjunarliðið í dag hugsaði maður, vonandi gerist ekki það sama aftur.“

Að lokum veltir Neville því upp hvort leikmenn og þjálfari Arsenal séu virkilega með réttu hugarfari til að landa Englandsmeistaratitlinum. „Ég hef spáð Arsenal titlinum, en trúir stjórinn virkilega á það? Trúa leikmennirnir því sjálfir?“

„Og hitt er, vita þeir hvernig á að vinna deildina? Hefur stjórinn þá reynslu? Veit hann hvernig á að koma liðinu yfir línuna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“
433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“