fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Blikar telja sig hafa verið rænda á Hlíðarenda í kvöld: – Sjáðu atvikið – „Þetta er bara rán“

433
Mánudaginn 22. september 2025 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Breiðabliks telja sig hafa verið rænda á Hlíðarenda í kvöld, í aðdraganda þess að Valur jafnaði var hendi á Hólmar Örn Eyjólfsson leikmanns Vals.

Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í kvöld, dramatík var í leiknum þar sem Valur jafnaði í uppbótartíma. Blikar komust yfir í síðari hálfleik þegar Markus Nakkim varnarmaður Vals braut klaufalega af sér og vítaspyrna réttilega dæmd.

Höskuldur Gunnlaugsson fór á punktinn og gerði enginn mistök. Allt stefndi í fyrsta sigur Blika í deildinni í tvo mánuði.

Það var hins vegar langt inn í uppbótartíma þar sem boltinn fór í hönd Valgeirs Valgeirssonar og vítaspyrna dæmd, Tryggvi Hrafn Haraldsson fór á punktinn og skoraði.

Vítaspyrnan var dæmd eftir hornspyrnu sem Valur fékk en þegar boltinn fór út af sást greinilega í sjónvarpi að Hólmar sló boltann. Vilhjálmur Alvar og hans aðstoðarmenn sáu það eki.

Eyþór Helgi Birgisson fyrrum framherji ÍBV, HK og fleiri liða birtir myndband af atvikinu á X-inu. „Hversu blindur þarftu að vera Vilhjalmur Alvar!! Þetta er bara rán!!,“ skrifar Eyþór.

Með jafnteflinu heldur Valur sex stiga forskoti á Blika sem sitja í fjórða sætinu og aðeins fjórir leikir eftir.

Sigrinum er fagnað í Víkinni en Víkingur er nú komið með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko

Amorim virðist óttast það versta varðandi Sesko
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“