fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason tilkynnti nýverið að hann hefði lagt knattspyrnuskóna á hilluna og var hann af því tilefni heiðraður fyrir feril sinn með A landsliði karla fyrir leik Íslands og Aserbaídsjan sem fram fór á dögunum. Vallargestir risu úr sætum og hylltu Birki með dynjandi lófataki fyrir hans framlag til árangurs íslenska landsliðsins.

Birkir er leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk, og hann lék fyrir Íslands hönd á EM 2016 og HM 2018. Fyrsti leikur Birkis var vináttuleikur gegn Andorra á Laugardalsvelli í lok maí 2010, og síðasti leikurinn var í nóvember 2022 gegn Litháen í Kaunas.

Einn besti vinur Birkir úr boltanum, Emil Hallfreðsson, var gestur í Dr. Football í gær og ræddi um Birki. „Mig langaði að minnast á leikmann sem hætti á dögunum, ekki fengið þá athygli sem hann á skilið. Birkir Bjarnason, ég þekki til flestra í kringum þessa gullkynslóð. Ég veit minna um hann,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football.

Emil og Birkir voru nánir vinir í gegnum gullskeið landsliðsins þar sem liðið náði þeim magnaða árangri að fara á Evrópumótið og Heimsmeistaramótið.

„Ég er líklegast nánastur af honum af strákunum, við vorum alltaf herbergisfélagar. Frábær leikmaður og var ótrúlega góður fyrir landsliðið, á flottan feril með félagsliðum. Spilaði með flottum liðum,“ sagði Emil um félaga sinn en Emil hætti sjálfur fyrir tveimur árum.

Emil segir að Íslendingar eigi að læra af stærri þjóðum hvernig á að kveðja íþróttamenn. „Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands, KSÍ gaf honum blómvönd. Ég er ekki að bögga einn eða neinn, maður sér flotta leikmenn úti í heimi hætta og það er þvílíkt flott gert fyrir þá. Við sem Íslendingar mættum læra af þessum reyndari þjóðum.“

Emil lýsti svo Birki sem persónu. „Hann er góður strákur, hann er smá feimin og til baka. Indæll og ljúfur og drengur, elst upp í Noregi og var í byrjun smá óöruggur með íslenskuna. Hann varð betri og betri með hverju verkefni landsliðsins, hann elskaði ekki að fara í viðtöl þarna í byrjun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu