Njarðvík vann Keflavík í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins um sæti í Bestu deild karla.
Oumar Diouck kom gestunum í Njarðvík, sem höfnuðu í 2. sæti Lengjudeildarinnar, yfir á 20. mínútu og tvöfaldaði Tómas Bjarki Jónsson forskotið af vítapunktinum rúmum tíu mínútum síðar. 0-2 í hálfleik.
Stefan Ljubicic minnkaði muninn um miðbik seinni hálfleiksins. Meira var ekki skorað en Diouck fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Áhugavert er að hann var þegar kominn í bann fyrir úrslitaleik umspilsins vegna uppsafnaðra spjalda en þar sem hann fékk rautt í leiknum fer hann í bann í næsta leik. Er það vegna tímasetningar á fundum Aganefndar KSÍ.
Seinni leikurinn fer fram á sunnudag. Sigurvegari einvígisins mætir HK eða Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli um þarnæstu helgi.