Það er enn og aftur kallað eftir því að KSÍ breyti reglum um leikbönn eftir atvik sem kom upp leik Keflavíkur og Njarðvíkur í umspili Lengjudeildarinnar í kvöld.
Um fyrri leik liðanna í undanúrslitum var að ræða og vann Njarðvík 1-2, en annar markaskorari Njarðvíkinga, Oumar Diouck, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í blálokin.
Áhugavert er að hann var þegar kominn í bann fyrir úrslitaleik umspilsins með því að fá fyrra spjaldið. Er það vegna uppsafnaðra spjalda. En þar sem hann fékk rautt í leiknum fer hann í bann í næsta leik, seinni leiknum gegn Keflavík og nær úrslitaleiknum ef Njarðvík kemst þangað.
Er þetta vegna tímasetningar á fundum Aganefndar KSÍ. Kemur nefndin saman á þriðjudögum og bönn vegna uppsafnaðra spjalda taka ekki gildi fyrr en að því loknu. Þýðir það að Diouck hefði verið úrskuraður í leikbann eftir seinni leikinn og fyrir úrslitaleikinn, fari Afturelding þangað, ef hann hefði aðeins fengið gult spjald í kvöld.
Alveg eins uppákoma kom upp í fyrri leik Aftureldingar og Fjölnis í umspilinu í fyrra. Þá fékk Elmar Kári Enesson Cogic viljandi sitt annað gula spjald í lok leiks.
Hávær umræða var um málið í fyrra og KSÍ gagnrýnt fyrir þessar reglur. Umræðan hefur nú verið tekin upp að nýju á meðal netverja.
„Þessar reglur eru grín og það vita það allir. Hvað græða menn á þessu? Veist alltaf að hann mun sækja rautt eftir gula spjaldið. Það græðir engin á þessu. Liðin, leikmenn og stuðningsmenn vilja þetta ekki. Breyta þessu strax KSÍ,“ skrifar fótboltaskrípentinn Orri Rafn Sigurðarson.
„Það þarf að breyta þessum reglum,“ skrifar Ingimar Helgi Finnsson.
Þessar reglur eru grín og það vita það allir. Hvað græða menn á þessu? Veist alltaf að hann mun sækja rautt eftir gula spjaldið.
Það græðir engin á þessu. Liðin, leikmenn og stuðningsmenn vilja þetta ekki.
Breyta þessu strax KSÍ. pic.twitter.com/33rwCw8WHN— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 17, 2025
Það þarf að breyta þessum reglum 😅
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) September 17, 2025