Kobbie Mainoo miðjumaður Manchester United vakti athygli þegar hann mætti til æfinga í borginni í gær í treyju íslenska landsliðsins.
Treyjan var merkt númer 15 og ekki útilokað að Mainoo hafi fengið hana eftir landsleik Íslands og Englands á Wembley í fyrra.
Það var Bjarki Steinn Bjarkason sem var þá í treyju númer 15 og hefur mögulega skipt við Mainoo að leik loknum.
Mainoo var mættur á æfingu í Manchester ásamt Mason Greenwood framherja Marseille og James Garner miðjumanni Everton.
Undirbúningstímabil United hefst á mánudag og eru leikmenn því byrjaðir að koma sér í gírinn fyrir það.
Kobbie Mainoo spotted training in Manchester with #MUAcademy graduates James Garner and Mason Greenwood ⚽️
📸 Eamonn & James Clarke/@MailSport pic.twitter.com/7VBfpfJCZK
— UtdDistrict (@UtdDistrict) July 1, 2025