fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Goðsögnin rekin eftir aðeins 15 leiki

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. maí 2025 12:00

Mellberg í leik með Villa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska goðsögnin Olof Mellberg hefur fengið sparkið frá félagsliðinu St. Louis City sem spilar í MLS deildinni í Bandaríkjunum.

Mellberg er fyrrum sænskur landsliðsmaður en hann ehfur undanfarin tíu ár reynt fyrir sér í þjálfarabransanum.

Nökkvi Þeyr Þórisson er leikmaður St. Louis en hann er í dag á lánssamningi hjá Sparta Rotterdam í Hollandi.

Athygli vekur að Mellberg var rekinn eftir aðeins 15 leiki við stjórnvölin en stjórn félagsins fékk nóg eftir 1-0 tap gegn Colorado Rapids um heigna.

Af 15 leikjum þá mistókst St. Louis að skora í átta af þeim undir stjórn Mellberg sem tók við í nóvember.

Mellberg gerði garðinn frægan á Englandi en hann lék með Aston Villa sem leikmaður í um átta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni