Tijani Reijnders er áfram orðaður við Manchester City en ljóst er að hann verður ekki ódýr.
Þessi 26 ára gamli miðjumaður hefur átt gott tímabil í liði AC Milan sem þó hefur valdið vonbrigðum í Serie A.
City hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og vill stokka upp í sumar. Reijnders er á meðal leikmanna sem gætu komið.
Telegraph segir frá því að kaupverð sé ekki komið á hreint en að líklegt sé að hann verði dýrasti leikmaður sem Milan selur.
Sá dýrasti sem stendur er Kaka, en hann var seldur á 57 milljónir punda til Real Madrid árið 2009.