fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA kallar eftir því að Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR verði í landsliðshópnum í næsta mánuði.

Eiður Gauti hefur skorað fimm mörk fyrir KR í sumar en hann er á sínu öðru tímabili í efstu deild. Eiður er 26 ára gamall en hann kom inn hjá HK síðasta sumar og skoraði þrjú mörk.

Eiður hefur því skorað átta mörk í efstu deild á Íslandi en Mikael telur að Arnar Gunnlaugsson eigi að taka hann í hópinn þar sem Orri Steinn Óskarsson verður frá vegna meiðsla.

„Ég vil sjá hann í hópnum þar, Orri er meiddur og ég sé ekki hver er að gera betur en hann. Hann minnir mig á Nistelrooy,“ sagði Mikael um framherja KR í Þungavigtinni í dag.

„Það er ástæða fyrir því að KR sparkar mikið fram, hann vinnur alla bolta.“

Samherji Mikaels í Þungavigtinni segir það útilokað að Eiður Gauti verði í hópnum. „Eiður Gauti verður ekki í landsliðinu, ég skal segja þér það,“ sagði Kristján óli.

Mikael vill meina að enginn íslenskur framherji sé að gera betur en Eiður Gauti í dag.

„Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur, komdu með nöfnin sem eru að raða inn?, ég vildi Benóný Breka (Framherja Stockport) síðast en hann er að spila svo lítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“