fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA kallar eftir því að Eiður Gauti Sæbjörnsson framherji KR verði í landsliðshópnum í næsta mánuði.

Eiður Gauti hefur skorað fimm mörk fyrir KR í sumar en hann er á sínu öðru tímabili í efstu deild. Eiður er 26 ára gamall en hann kom inn hjá HK síðasta sumar og skoraði þrjú mörk.

Eiður hefur því skorað átta mörk í efstu deild á Íslandi en Mikael telur að Arnar Gunnlaugsson eigi að taka hann í hópinn þar sem Orri Steinn Óskarsson verður frá vegna meiðsla.

„Ég vil sjá hann í hópnum þar, Orri er meiddur og ég sé ekki hver er að gera betur en hann. Hann minnir mig á Nistelrooy,“ sagði Mikael um framherja KR í Þungavigtinni í dag.

„Það er ástæða fyrir því að KR sparkar mikið fram, hann vinnur alla bolta.“

Samherji Mikaels í Þungavigtinni segir það útilokað að Eiður Gauti verði í hópnum. „Eiður Gauti verður ekki í landsliðinu, ég skal segja þér það,“ sagði Kristján óli.

Mikael vill meina að enginn íslenskur framherji sé að gera betur en Eiður Gauti í dag.

„Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur, komdu með nöfnin sem eru að raða inn?, ég vildi Benóný Breka (Framherja Stockport) síðast en hann er að spila svo lítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann
433Sport
Í gær

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Í gær

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Í gær

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“