Bart Verbruggen, markvörður Brighton, er óvænt á blaði Real Madrid fyrir félagaskiptagluggann í sumar.
The Sun segir frá þessu, en Real Madrid leitar að arftaka Thibaut Courtois til lengri tíma samkvæmt miðlinum.
Courtois er 32 ára gamall og ljóst að hann verður aðalmarkvörður hjá spænska stórliðinu eitthvað áfram, en sér félagið fyrir sér að hinn 22 ára gamli Verbruggen gæti orðið aðalmarkvörður liðsins síðar meir.
Verbruggen hefur verið að standa sig vel með Brighton og þarf að koma í ljós hvort hann sé til í að setjast á bekkinn hjá Real Madrid.
Fari Verbruggen myndi Brighton horfa til Caoimhin Kelleher hjá Liverpool eða James Trafford hjá Burnley.
Sagt er að Real Madrid horfi einnig til David Raya hjá Arsenal, en að það yrði ansi flókið fyrir félagið að landa honum.