fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

433
Mánudaginn 12. maí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkuð mikla athygli í gær þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA var settur á bekkinn í tapi gegn Breiðablik. Hallgrímur hefur verið besti leikmaður KA um langt skeið.

Hallgrímur fór í viðtal við Fótbolta.net eftir leik og fannst það fáránlegt að hafa verið settur á bekkin

„Grími ósáttur við að vera bekkjaður,“ sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpi sínu Dr. Football.

Arnar Sveinn Geirsson taldi það ekki rétta ákvörðun að setja Hallgrím á bekkinn. „Er þetta leiðin? Að bekkja hann, er það einhvern tímann leiðin. Er þetta ekki skrýtin leið til að reyna að kveikja í liðinu, að setja besta leikmanninn og með mestu virðinguna á bekkinn.“

Guðmundur Júlíusson fyrrum varnarmaður Fjölnis fannst hins vegar ekki eðlilegt af Hallgrími að ræða málið svona út á við. „Að koma út á við í fjölmiðlum að segja að þetta sé fáránlegt, þú gerir það ekki við leikmannahópinn. Þú verður að bera virðingu fyrir þeim sem spilar í þinni stöðu.“

Arnar Sveinn gat tekið undir það og segir að Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hljóta að vera ósáttur með Hallgrím. „Þú gerir þetta ekki svona, það er gaman að fá þetta og skemmtilegt fyrir okkur að ræða þetta. Ég sem þjálfari væri ekkert sérstaklega sáttur.“

„Mér finnst hann mega nálgast þetta öðruvísi, hann gerði lítið úr því en sagðist samt ætla að virða ákvörðun þjálfarans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Báðir aðilar vonast til að skipti Rashford gangi upp

Báðir aðilar vonast til að skipti Rashford gangi upp
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029
433Sport
Í gær

Fabregas eða Ten Hag?

Fabregas eða Ten Hag?