Það vakti nokkuð mikla athygli í gær þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA var settur á bekkinn í tapi gegn Breiðablik. Hallgrímur hefur verið besti leikmaður KA um langt skeið.
Hallgrímur fór í viðtal við Fótbolta.net eftir leik og fannst það fáránlegt að hafa verið settur á bekkin
„Grími ósáttur við að vera bekkjaður,“ sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpi sínu Dr. Football.
Arnar Sveinn Geirsson taldi það ekki rétta ákvörðun að setja Hallgrím á bekkinn. „Er þetta leiðin? Að bekkja hann, er það einhvern tímann leiðin. Er þetta ekki skrýtin leið til að reyna að kveikja í liðinu, að setja besta leikmanninn og með mestu virðinguna á bekkinn.“
Guðmundur Júlíusson fyrrum varnarmaður Fjölnis fannst hins vegar ekki eðlilegt af Hallgrími að ræða málið svona út á við. „Að koma út á við í fjölmiðlum að segja að þetta sé fáránlegt, þú gerir það ekki við leikmannahópinn. Þú verður að bera virðingu fyrir þeim sem spilar í þinni stöðu.“
Arnar Sveinn gat tekið undir það og segir að Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hljóta að vera ósáttur með Hallgrím. „Þú gerir þetta ekki svona, það er gaman að fá þetta og skemmtilegt fyrir okkur að ræða þetta. Ég sem þjálfari væri ekkert sérstaklega sáttur.“
„Mér finnst hann mega nálgast þetta öðruvísi, hann gerði lítið úr því en sagðist samt ætla að virða ákvörðun þjálfarans.“