fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Þeir sem byggja varnargarða í Grindavík styrkja fótboltann með myndarlegum hætti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 07:00

Screens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur fengið öflugan bakhjarl. Verktakar sem hafa unnið við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi frá nóvember 2023 hafa tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili deildarinnar. Jafnframt hafa helstu birgjar þeirra gengið til liðs við verkefnið, sem er einstakt dæmi um samhug og samstöðu í kjölfar þeirra áskorana sem Grindvíkingar hafa staðið frammi fyrir.

Eftir náttúruhamfarirnar missti Knattspyrnudeild UMFG marga hafa sínum helstu styrktaraðilum, þar sem þeir voru flestir staðsettir í Grindavík og urðu fyrir jafn miklum áhrifum og félagið sjálft. Í ljósi þess ákváðu eftirfarandi verktakar og birgjar að sameinast um að styðja við endurreisn félagsins og tryggja áframhaldandi starfsemi deildarinnar:

▪️ Ístak hf.
▪️ Íslenskir Aðalverktakar hf.
▪️ Sveinsverk ehf.
▪️ Ingileifur Jónsson ehf.
▪️ Fossvélar
▪️ Hefilverk ehf.
▪️ Skeljungur
▪️ Klettur
▪️ Kraftvélar
▪️ Armar ehf.
▪️ Berg Verktakar ehf.

Samstarfið hefur verið tákngert með sérstöku lógói sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík, sem undirstrikar sterk tengsl þessara aðila við samfélagið. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu einnig hönd á plóg með hönnun merkisins og myndatöku.

Ný treyja félagsins var frumsýnd á Kótilettukvöld deildarinnar um síðustu helgi þar sem Guðni Th. Jóhannesson, fv. forseti, frumsýndi treyjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“
433Sport
Í gær

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti
433Sport
Í gær

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma