fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Ronaldo og félagar ekki búnir að ákveða sig – Reyndu við Darwin Nunez

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 09:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Nassr, félag Cristiano Ronaldo, mun sækja framherja á allra næstunni en ekki er ljóst hvort það verði Victor Boniface hjá Bayer Leverkusen eða Jhon Duran hjá Aston Villa.

Boniface er 24 ára gamall Nígeríumaður sem er kominn með sjö mörk fyrir Þýskalandsmeistara Leverkusen á leiktíðinni.

Al-Nassr og Leverkusen hafa þegar náð munnlegu samkomulagi um Boniface og verður kaupverðið um 50 milljónir punda.

Victor Boniface í baráttunni við Virgil van Dijk. Getty Images

Sádiarabíska félagið hefur hins vegar ekki ákveðið sig endanlega hvort það ætli að sækja hann eða hinn kólumbíska Duran.

Duran er 21 árs gamall og er kominn með 12 mörk á leiktíðinni með Villa þrátt fyrir að vera í aukahlutverki.

Al-Nassr sýndi Darwin Nunez, framherja Liverpool, einnig áhuga en enska félagið tekur ekki í mál að selja.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann