fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Mitrovic til Vestmannaeyja

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 13:12

Mynd: ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn í raðir nýliða ÍBV í Bestu deild karla, en félagið staðfesti þetta í dag.

Mitrovic er miðvörður sem verður 24 ára gamall á morgun. Kemur hann frá FK Indjija í serbnesku B-deildinni.

Tilkynning ÍBV
Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn til liðs við ÍBV. Hann kemur til ÍBV frá serbneska liðinu FK Indjija, þar sem hann hefur leikið síðustu 18 mánuði, í næst efstu deild. Jovan verður 24 ára á morgun, 25. janúar.

Hann hefur leikið stórt hlutverk með liðinu á tímabilinu en hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið 14. desember, hann lék 1780 af 1800 mínútum liðsins á leiktíðinni og var fyrirliði liðsins í 8 af 20 leikjum.

Jovan kemur til með að styrkja lið ÍBV fyrir átökin í Bestu deildinni en hún hefst í byrjun apríl á leik gegn Víkingi Reykjavík. Þorlákur Árnason, þjálfari, hafði þetta að segja um leikmanninn:

„Jovan er stór og sterkur miðvörður, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið fyrirliði í liði sínu í Serbíu undanfarin ár. Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum leikmanni.“
Knattspyrnuráð ÍBV býður Jovan velkominn til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert óvænt í fyrsta byrjunarliði Þorsteins á EM

Ekkert óvænt í fyrsta byrjunarliði Þorsteins á EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur