Jonathan Tah er búinn að taka ákvörðun en hann ætlar ekki að framlengja samning sinn við Bayer Leverkusen.
Það er Tah sjálfur sem staðfestir þessar fregnir en hann var á óskalista Bayern Munchen í sumar.
Ekkert varð úr þeim félagaskiptum að lokum en það var Bayern sem hætti við að kaupa leikmanninn.
,,Ég ætla ekki að skrifa undir nýjan samning hjá Bayer Leverkusen. Ég er búinn að taka ákvörðun,“ sagði Tah.
,,Ég mun gera mitt besta þar til samningnum lýkur en svo sjáum við til með framtíðina. Ég vil taka við annarri áskorun.“