Adrien Rabiot hefur engan áhuga á að samþykkja samningstilboð í Tyrklandi en frá þessu er greint í dag.
Það er blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano sem segir frá en Rabiot er þessa stundina án félags.
Félög um allan heim geta samið við Rabiot frítt en hann yfirgaf Juventus eftir síðasta tímabil og er samningslaus.
Galatasaray og Fenerbahce hafa horft til leikmannsins sem harðneitar þó að færa sig til Tyrklands.
Vonandi fyrir franska landsliðsmanninn fær hann annað boð á næstunni en hann hefur áður verið orðaður við Manchester United.