Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings er mættur inn í starfslið A-landsliðs karla og á að einbeita sér að varnarleik liðsins.
Sölvi hefur gríðarlega reynslu sem leikmaður bæði í atvinnumennsku og með landsliðinu.
Hann hafði verið í starfsliði U21 árs liðsins undanfarið en kemur nú inn i teymi Age Hareide og á að hjálpa til við varnarleik.
„Vonandi þekkingu, það er betra fyrir okkur þegar við stækkum starfslið okkar að við hvað vantar,“ sagði Hareide
„Hann er að vinna með varnarmennina, það er mikilvægt að byggja upp sterka vörn í landsleikjum. Við getum sótt og skorað mörk en það er gott að vinna alltaf með varnarmönnum.
„Hann vinnur með þeim. Hann hefur góða reynslu sem varnarmaður, hann þekkir landsliðið og leikmennina og það er gott fyrir þá.“