Það kom aldrei til greina fyrir knattspyrnugoðsögnina Dimitar Berbatov að semja við Manchester City árið 2008.
Berbatov greinir sjálfur frá en hann endaði á að skrifa undir hjá Manchester United og skoraði þar 56 mörk í 149 leikjum.
City hafði áhuga á að semja við búlgarska landsliðsmanninn sem hló að því tilboði og sagði umboðsmanni sínum að taka tilboði United um leið.
Berbatov var leikmaður Tottenham á þessum tíma og hafði vakið athygli margra liða bæði á Englandi og erlendis.
,,Þeir vildu semja við mig á lokadegi félagaskiptagluggans,“ sagði Berbatov í viðtali við Telegraph en umboðsmaður hans var hans besti vinur á þessum tíma.
,,Ég sagði umboðsmanninum að fara til fjandans, við erum á leið til United. Ég horfði í söguna, leikmennina, þjálfarana og treyjuna.“
,,Ég efaðist aldrei um það að Old Trafford væri réttur áfangastaður fyrir mig.“