Samkvæmt TalkSport í Bretlandi vildi Erik ten Hag stjóri Manchester United ólmur fá Sofyan Amrabat aftur til félagsins í sumar.
Amrabat var á láni frá Fiorentina á síðustu leiktíð og átti ágætis spretti undir lok tímabils.
Ten Hag vildi kaupa Amrabat aftur í sumar og beið miðjumaðurinn eftir kallinu frá United í allt sumar.
Nú segir Talksport að Dan Asworth yfirmaður knattspyrnumála og Jason Wilcox tæknilegur ráðgjafi hafi bannað kaup á Amrabat.
Sökum þess ákvað Amrabat að fara til Fenerbache og mun þar mæta United í Evrópudeildinin í vetur.