Samkvæmt Independent í Bretlandi horfa forráðamenn Real Madrid í það að sækja þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni næsta sumar.
Real Madrid er að reyna að búa til stjörnuprýtt lið sem getur unnið alla titla um langt skeið.
Vill félagið fá Trent Alexander-Arnold bakvörð Liverpool frítt næsta sumar, samningur Trent við Liverpool rennur út næsta sumar.
Real Madrid getur því í byrjun janúar farið í það að semja við Trent, skrifi hann ekki undir nýjan samning á Anfield.
Independent vill einnig sækja Rodri frá Manchester City og horfir Real til þess að City verði dæmt fyrir brot sín sem nú eru hjá óháðum dómstóli. City er sakað um að hafa brotið 115 sinnum af sér þegar kemur að fjármögnun.
Forráðamenn Real Madrid telja svo að félagið þurfi miðvörð næsta sumar og er Cristian Romero miðvörður Tottenham efstur á blaði samkvæmt fréttum.