Enginn þjálfari hefur sótt fleiri stig á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í 22 leikja efstu deild en Halldór Árnason á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks.
Þetta kemur fram á vefsvæði Breiðabliks en Halldór tók við þjálfun Breiðabliks síðasta haust.
Nú þegar úrslitakeppnin er að fara af stað eru Blikar á toppi deildarinnar ásamt Víkingi þegar fimm leiki eru eftir
„Þetta árið fékk liðið 49 stig í hefðbundinni tvöfaldri umferð í Bestu deild karla. Með þessum stigafjölda sló Halldór nýliðamet Heimis Guðjónssonar í stigafjölda í deildinni. Heimir tók við liði FH sumarið 2008 og varð liðið Íslandsmeistari með 47 stig,“ segir á vef Blika.
Af vef Breiðabliks:
Dóri eins og við köllum þjálfara karlaliðsins er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki í efstu deild, hann var áður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns síðustu fjögur ár.
Íslandsmeistaraárið 2022 fékk Breiðablik 51 stig og árið 2010 þegar liðið vann fyrsta titilinn í karlaflokki voru stigin 44. Þetta árið fékk liðið 49 stig í hefðbundinni tvöfaldri umferð í Bestu deild karla.
Með þessum stigafjölda sló Halldór nýliðamet Heimis Guðjónssonar í stigafjölda í deildinni. Heimir tók við liði FH sumarið 2008 og varð liðið Íslandsmeistari með 47 stig.