Liverpool er byrjað að vinna í því að reyna að fá Angel Gomes miðjumann Lille næsta sumar þegar hann getur komið frítt.
Þessi 24 ára gamli enski landsliðsmaður hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í Frakklandi.
Gomes lék sína fyrstu landsleiki fyrir England á dögunum.
Gomes ólst upp hjá Manchester United en fyrir fjórum árum fór hann til Lille þar sem hann vildi spila meira.
Gomes er einn af þeim sem Arne Slot er hrifin af og er Liverpool farið að vinna í þessu samkvæmt Liverpool Echo.