Enskir fjölmiðlar fjalla um málefni Kieran Trippier sem er að skilja við eiginkonu sína til margra ára.
Charlotte Trippier eiginkona Kieran Trippier virðist vera að fara fram á skilnað miðað við skilaboð hennar á Instagram.
Trippier sást um helgina þar sem hann var ekki með giftingarhringinn lengur en ensk blöð hafa fjallað um það að Trippier hafi verið með annari konu.
Þannig gæti það verið upphafið að skilnaði þeirra myndband sem ensk blöð fengu um helgina. Þar sest Trippier með annari konu á bar í Newcastle.
Um er að ræða Frankie Carmichael sem er þekktur djammari í Newcastle, hún og Trippier virtust náin á skemmtistað þar í bær.
Mikið hefur gengið á hjá Trippier undanfarið en hann ákvað að hætta í enska landsliðinu eftir Evrópumótið og er orðinn varamaður hjá Newcastle.
Trippier vildi fara frá Newcastle í sumar en tókst ekki að fá það í gegn.