Alvaro Morata framherji AC Milan og Alice Campello eru að skilja eftir sjö ára hjónaband og fjögur börn.
Morata og Campello hafa verið ofurpar í heimi fótboltans en kappinn hefur spilað fyrir Chelsea, Juventus, Real Madrid og Atletico Madrid.
Morata gekk svo í raðir AC Milan á dögunum. Það vekur athygli miðla að Campello er byrjuð að fjarlæga myndir af eiginmanninum nú þegar skilnaðurinn er að ganga í gegn.
Campello er með skrifstofu á Spáni þar sem hún hefur fjarlægt myndir af Morata og sett frekar myndir af sjálfri sér upp á vegg.
Alvaro Morata's former partner Alice Campello has been CAUGHT OUT 😳👀 pic.twitter.com/nFFAbyqD8L
— Mail Sport (@MailSport) September 12, 2024
Ýmsar kjaftasögur hafa verið í gangi um skilnaðinn en allt virtist leika í blóma hjá þeim í sumar.
Ein ástæðan er sögð vera að Campbello hefði bannað foreldrum Morata að mæta inn á völlinn í sumar þegar Spánn varð Evrópumeistari.