Sveinn Sigurður Jóhannesson markvörður sem er nýkominn til Vestra í Bestu deildinni, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu á mánudaginn og verður því frá út tímabilið.
Sveinn var fenginn til að fylla skarð Marvins Darra sem er að setjast á skólabekk.
„Við óskum Sveini góðan bata og hlökkum til sjá hann sem fyrst á vellinum aftur,“ segir á vef Vestra.
Til að fylla skarð Sveins hefur félagið samið við Benjamin Schubert frá Danmörku. Benjamin er 27 ára og með víðtæka reynslu úr fyrstu og annari deild í Danmörku og efstu deild í Færeyjum.