Sóknarmaðurinn Niclas Fullkrug er búinn í læknisskoðun hjá West Ham og er að ganga í raðir félagsins.
Fabrizio Romano greinir frá þessum fréttum en hann er einn virtasti félagaskipta sérfræðingur heims.
Romano segir að Fullkrug geri þriggja ára samning við West Ham með möguleika á eins árs framlengingu.
Þjóðverjinn lék með löndum sínum á EM í heimalandinu í sumar en hann er samningsbundinn Dortmund.
Romano segir að Fullkrug skrifi undir í vikunni og í kjölfarið verða skiptin staðfest.