fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
433Sport

Fylkir reynir að kaupa Oumar Sowe áður en glugginn lokar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 13:47

Omar Sowe Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Fylkir að reyna að kaupa Oumar Sowe framherja Leiknis en viðræður félaganna hafa verið í gangi.

Fylkir sem er að berjast fyrir lífi sínu í Bestu deildinni er eitt þeirra liða sem hafa sýnt Sowe áhuga í glugganum.

Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og því er ekki mikill tími til stefnu. Samningur Sowe við Leikni rennur út eftir tímabilið samkvæmt vef KSÍ.

Sowe hefur skorað tíu mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni í sumar en hann skoraði tólf mörk á síðustu leiktíð.

Framherjinn knái sem er fæddur árið 2000 kom fyrst til Íslands fyrir rúmum tveimur árum og samdi þá við Breiðablik áður en hann fór til Leiknis.

Fylkir er í fallsæti Bestu deildarinnar en liðið hefur spilað ágætlega undanfarið og reynir að styrkja lið sitt með því að krækja í Sowe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vildi burt frá Liverpool í sumar en fékk það ekki – Keyptu svo mann í hans stöðu

Vildi burt frá Liverpool í sumar en fékk það ekki – Keyptu svo mann í hans stöðu
433Sport
Í gær

Allt í klessu hjá franska landsliðinu – Hélt þrumuræðu í klefanum og Mbappe sagði ekki orð

Allt í klessu hjá franska landsliðinu – Hélt þrumuræðu í klefanum og Mbappe sagði ekki orð
433Sport
Í gær

United tekur næsta skref í að byggja nýjan völl – Ratcliffe vill að allt verði klárt fyrir lok árs

United tekur næsta skref í að byggja nýjan völl – Ratcliffe vill að allt verði klárt fyrir lok árs