Það eru ekki allir sem kannast við nafnið John Mousinho en hann er þjálfari Portsmouth í ensku Championship-deildinni.
Mousinho hefur gert frábæra hluti með Portsmouth sem tryggði sér sæti í næst efstu deild í vetur eftir sigur í þriðju deild.
Gert var mikið grín að ráðningu Mousinho á sínum tíma sem er að þjálfa sitt fyrsta félag sem aðalliðsþjálfari.
Ástæðan er sú að nafn hans líkist nafni goðsagnarinnar, Jose Mourinho, sem er í dag þjálfari Fenerbahce en er einn sá sigursælasti í sögu fótboltans.
Mousinho fékk bæði skítkast og gott grín í hendurnar eftir ráðninguna í fyrra og hefur nú tjáð sig um eigin upplifun.
,,Nema þú sért að fylgjast reglulega með neðri deildum Englands þá er ég ekki nafn sem þú kannast við. Ég gat hlegið að þessu,“ sagði Mousinho.
,,Þetta var ekki bara á samskiptamiðlum heldur einnig hjá fjölskyldunni, þau gerðu ansi mikið grín að þessu.“
Mousinho er sjálfur Englendingur en faðir hans er frá Portúgal og þaðan kemur nafnið. Hann gerði garðinn frægan í neðri deildum Englands allan sinn feril sem leikmaður.