fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Telur það stórkostleg mistök að leka því út að Gylfi færi ekki með í flugið til Skotlands

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals ferðaðist ekki með liðinu til Skotlands í gær fyrir leik liðsins gegn St. Mirren í Sambandsdeildinni á morgun.

Tíðindin láku út úr herbúðum Vals en margir töldu þetta líklegt þegar Gylfi spilaði allar 90 mínúturnar í tapi gegn Fram á sunnudag í Bestu deildinni.

„Ef ég væri þjálfari Vals, þá hefði ég spilað fléttuna þannig að ég hefði talað eins og Gylfi væri á leið út. Ég held að allur undirbúningur St Mirren færi í Gylfa pælingar. Ef Gylfi færi ekki með, þá hefði ég tekið tvífara hans með,“ sagði Hjörvar Hafliðason í nýjasta þætti af Dr. Football.

Hjörvar telur að það hefði verið klókt fyrir Arnar Grétarsson þjálfara liðsins og aðra að þegja um þetta og láta það koma Skotunum á óvart.

„Ég held að það sé svo óklókt að gefa þetta út. St Mirren fer kannski að vanmeta þá. Hvað hefðuð þið gert ef við væruð Arnar og Börkur?,“ sagði Hjörvar.

Fyrri leikurinn endaði með 0-0 jafntefli og því er allt opið. „Ég hefði alltaf haft hann í leikdagshóp, eru þetta ekki einhverjir 20 leikmenn þar. Ég hefði bara sett hann í hópinn, ekkert þurft að koma með út,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Dr. Football.

„Ég hef enga trú á þessu án Gylfa,“ bætti Hrafnkell við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði