fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
433Sport

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings Ó., Knattspyrnudeild Selfoss og knattspyrnumaðurinn Gary Martin hafa gert með sér samkomulag um að Gary gangi til liðs við Víking Ó. á láni og spili með liðinu í sumar. Liðið leikur í 2. deild karla.

Gary þarf ekki að kynna fyrir áhugamönnum um íslenska knattspyrnu. Hann hefur leikið með ÍA, KR, Val, ÍBV og Selfossi á ferli sínum hér á landi. Þá hefur hann skorað 179 mörk í 329 leikjum á Íslandi. Hann hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, tvívegis orðið bikarmeistari og í þrígang hefur hann verið markakóngur í efstu deild.

Hann hefur einnig spilað með Lokeren í Belgíu og Lilleström í Noregi.

Til gamans má geta að hann hefur níu sinnum mætt Víkingi Ó. á knattspyrnuvellinum. Þar hefur hann unnið 7 leiki og gert tvö jafntefli. Þá hefur hann skorað 9 mörk í þessum níu leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Rooney
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleik bikarsins – Hojlund á bekknum

Byrjunarliðin í úrslitaleik bikarsins – Hojlund á bekknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bálreiður og segir fjölmiðla búa til lygasögur – ,,Eruð að búa til eitrað andrúmsloft“

Bálreiður og segir fjölmiðla búa til lygasögur – ,,Eruð að búa til eitrað andrúmsloft“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

53 þúsund manns sáu unglingana tapa 8-0

53 þúsund manns sáu unglingana tapa 8-0
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag segist eiga skilið að fá sumarfrí

Ten Hag segist eiga skilið að fá sumarfrí
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbrögð Ten Hag vekja athygli – Spurður að því hvort þetta verði hans síðasti leikur

Viðbrögð Ten Hag vekja athygli – Spurður að því hvort þetta verði hans síðasti leikur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Las þetta úr svörum Hareide varðandi Gylfa Þór

Las þetta úr svörum Hareide varðandi Gylfa Þór
433Sport
Í gær

Albert spilar í kvöld í kjölfar vendinga í máli hans

Albert spilar í kvöld í kjölfar vendinga í máli hans
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn á RÚV í sumar

Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn á RÚV í sumar