fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Hlegið að ummælum fyrrum markavélarinnar – ,,Ef þeir hefðu ekki meiðst værum við á toppnum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 20:18

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru svo sannarlega ekki allir sammála ummælum fyrrum enska landsliðsmannsins Jermain Defoe sem hann lét falla um fyrrum félag sitt, Tottenham.

Tottenham tapaði 4-0 gegn Newcastle í gær en frammistaða liðsins seinni hluta tímabils hefur verið ansi slæm.

Tottenham byrjaði tímabilið vel en leikmenn á borð við Micky van de Ven, James Maddison, Yves Bissouma og Pape Sarr hafa allir glímt við meiðsli.

Defoe er á því máli að Tottenham væri á toppnum í dag ef allir þessir leikmenn hefðu haldið heilsu út tímabilið.

Það er óhætt að segja að margir hafi hlegið að þessum ummælum Defoe en Tottenham er í dag 13 stigum frá toppsætinu.

,,Enska úrvalsdeildin er erfiðasta deild heims og tímablið er svo langt, þú upplifir góða og slæma tíma,“ sagði Defoe.

,,Að mínu mati er Tottenham enn eitt mest spennandi lið til að fylgjast með og ef lykilmenn hefðu ekki meiðst þá værum við á toppi deildarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu