fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Guðjón Þórðarson sæmdur gullmerki ÍA

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 16:00

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson hlýtur gullmerki fyrir frábært framlag hans til knattspyrnunnar á Akranesi. Guðjón er margfaldur Íslands og bikarmeistari með ÍA sem leikmaður og þjálfari.

Hann lék 392 leiki og skoraði 16 mörk ásamt því að þjálfa liðið til margra ára.

Eins og allir vita þá kom Guðjón liðinu upp úr 1.deild árið 1991 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið eftir, sem má teljast einstakt afrek. Lið ÍA frá árinu 1993 var svo á dögunum valið besta lið síðustu 40 ára í íslenskri knattspyrnu á Vísi, lið sem gjör sigraði Íslandsmótið og sigraði einnig bikarkeppnina sama ár og var liðið kallað í grein á Vísi “hinir ósnertanlegu”.

Á listanum á Guðjón tvö ÍA lið á topp 10 en liðið frá 1996 var einnig á listanum, sem varð einnig tvöfaldur meistari.

Guðjón hefur staðið öðrum þjálfurum framar á Íslandi í áraraðir og þótti brautryðjandi í þjálfun. Hann hefur sýnt árangur sem erfitt er að leika eftir.

„Það er sannur heiður að heiðra Guðjón með gullmerki fyrir hans frábæra framlag til knattspyrnunnar á Akranesi,“ segir á vef Skagamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“