fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Logi rifjar upp ótrúlega dramatík í Laugardalnum – „Þetta var smá yfirþyrmandi“

433
Sunnudaginn 8. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Logi, sem spilar með Stromsgodset í Noregi, var í fyrsta sinn valinn í landsliðið fyrir mótsleiki í september á þessu ári.

„Mér fannst ég standa mig nokkuð vel eftir að ég fékk kallið. Ég var búinn að bíða smá tíma eftir því,“ sagði Logi, sem hefur átt góðu gengi að fagna í Noregi.

video
play-sharp-fill

Logi stal svo öllum fyrirsögnunum um mánuði síðar er hann kom inn á gegn Wales í stöðunni 0-2. Hann minnkaði muninn með glæsimarki og átti svo jöfnunarmarkið með húð og hári þó það hafi að vísu ekki verið skráð á hann.

„Þetta var rosalegt. Þetta var smá eins og eftir að ég skoraði markið á móti Val (með Víkingi 2019), þetta var smá yfirþyrmandi, eftir á líka.

Fyrra markið var náttúrulega sturlað en eftir seinna markið, sem ég fékk náttúrulega ekki skráð á mig, maður sneri sér við búinn að jafna leikinn, komandi inn á sem vinstri bakvörður í stöðunni 0-2. Þú býst ekki við því að þú sért að fara að gera þetta, heldur bara spila fínan leik. Maður er með þetta í vopnabúrinu og það er bara bónus fyrir mig sem bakvörður að geta breytt leikjum,“ sagði Logi.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
Hide picture