fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. nóvember 2024 12:30

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík hefur og mun á næstunni æfa í Kaplakrika, líklegt er að liðið muni æfa þar í vetur. Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is.

Fram kom í Þungavigtinni í dag að Grindavík myndi æfa og spila í Kaplakrika á næstu leiktíð.

Davíð segir mjög ólíklegt að Grindavík spili í Kaplakrika næsta sumar. „Þeir æfa hérna núna þegar meistaraflokkarnir okkar eru í frí og svo er verið að skoða framhaldið. Mér finnst mjög ólíklegt að þeir spili hérna næsta sumar,“ sagði Davíð við 433.is.

Grindavík lék í Safamýri síðasta sumar á meðan Grindavík var lokuð, nú er búið að opna Grindavík og ekki óhugsandi að liðið geti spilað á heimavelli næsta sumar. Staðfest hefur verið að Grindavík verði ekki áfram í Safamýri.

Davíð segir ólíklegt að völlurinn í Kaplakrika myndi ráða við þrjá meistaraflokka næsta sumar.

Kvennalið Grindavíkur hefur sameinast Njarðvík og mun spila þar næsta sumar en óljóst er eins og staðan er hvar karlalið Grindavíkur verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu