Joey Barton fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni telur að allir dómarar í enska boltanum eigi að fara inn í lyfjapróf.
Umræðuna setur Barton fram eftir að það kom í ljós að David Coote var að taka kókaín á miðju Evrópumóti í sumar.
Coote hefur verið settur til hliðar á meðan mál hans eru rannsökuð.
„Ef þú ert að nota eiturlyf, ertu þá líklegri til þess að vera spilltur? Er auðveldara að fá þig til að taka við mútum,“ segir Barton.
„Ég held það og ég held að þeigi að taka þá í próf reglulega.“
Barton og fleiri hafa þessa skoðun en óvíst er hvort dómarasambandið á Englandi setja þetta í gang.
Should @FA_PGMOL and the @premierleague drugs test officials before games?
If you have a drug habit does it make you more likely to be corrupt?
Does it make it easier to blackmail an official?
I think it does and they should be tested regularly.
What do you think? 🤔 pic.twitter.com/SHOnzhmO1n
— Joey Barton (@Joey7Barton) November 20, 2024