fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
433Sport

Ótrúlegur munur á gengi Víkings með Pálma eða Ingvar í markinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík missteig sig í toppbaráttunni í Bestu deild karla í gær er liðið mætti Stjörnunni á Víkingsvelli. Pálmi Rafn Arinbjörnsson lék þar sinn sjöunda deildarleik í marki Víkinga.

Gengi Víkinga með Pálma í markinu hefur ekki verið gott og hefur liðið aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum. Pálmi er ungur að árum en kom til Víkings frá Wolves fyrir þessa leiktíð.

Ingvar Jónsson var hvíldur í gær en hann hefur unnið 15 af 18 leikjum sínum í Bestu deildinni í sumar.

Víkingur gat náð þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri en Breiðablik spilar við Val á eftir.

Það var mikil dramatík í þessari viðureign sem lauk með jafntefli en Víkingur jafnaði metin á 96. mínútu.

Enginn annar en Óskar Örn Hauksson skoraði mark Víkinga en Hilmar Árni Halldórsson hafði komið Stjörnunni í 2-1 er ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Gott stig að lokum fyrir Víkinga sem eru nú með 56 stig líkt og Blikar sem misstigu sig gegn Val í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“
433Sport
Í gær

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“