fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Víðir kveður upp dóm sinn eftir mikla umræðu um metið hjá Benóný – „Ekki flækja hlut­ina að óþörfu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 09:00

Mynd/KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert mikil umræða hefur átt sér stað um það hvort tala eigi um markamet í efstu deild karla nú þegar Benóný Breki Andrésson skoraði 21 mark fyrir KR á liðnu tímabili.

Markametið var 19 mörk en það hafði verið skorað í 18 og 22 leikja móti, mótið núna er 27 leikir.

Að auki hafa sumir bent á það að KR hafi spilað við fimm af lélegri liðum deildarinnar þar sem Benóný skoraði meira en helming marka sinna. Benóný skoraði 10 mörk í 22 leikja móti en bætti svo við ellefu mörkum í fimm leikjum í neðri hlutanum.

Víðir Sigurðsson blaðamaður Morgunblaðsins og höfundur á Íslenskri knattspyrnu telur hins vegar að Benóný eigi metið, það þurfi ekkert að ræða þetta.

„Umræða hef­ur verið í gangi um hvort eigi að viður­kenna þetta sem met. Fleiri leik­ir, öðru­vísi keppn­is­fyr­ir­komu­lag og fleira er tínt til. Eiga þá ekki bara 12 mörk­in hans Friðþjófs frá 1918 að standa sem marka­met um ald­ur og ævi?,“ skrifar Víðir og á þar við markamet sem Friðþjóf­ur Thor­steins­son setti árið 1918 þegar hann skoraði 12 mörk í 3 leikja móti með Fram.

„Beno­ný varð ein­fald­lega marka­hæst­ur. Hann hef­ur skorað fleiri mörk en nokk­ur ann­ar. Þar með er marka­metið hans. Ekki flækja hlut­ina að óþörfu,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar