Óprútnir aðilar fóru í Víkina í nótt og máluðu þar bretti sem búið er að setja upp fyrir úrslitaleik Bestu deildar karla í kvöld þar sem Víkingur og Breiðablik mætast.
Aðilinn fór inn á svæðið og málaði bretti sem voru rauð og gerðu þau græn.
Aðilinn sendi svo fjölmiðlum myndir af atvikinu í nótt eftir að hafa lokið við að mála þau í litum Breiðabliks.
Í frétt Fótbolta.net kemur að tjónið sé metið á 1,5 milljón króna og segir að Víkingur muni kæra Breiðablik til KSÍ og krefjast þess að fá brettin greidd.
Einnig er til skoðunar að kæra atvikið til lögreglu.
Leikurinn hefst klukkan 18.30 í kvöld og má búast við fjöri innan sem utan vallar.