Arsenal verður án lykilmanna þegar liðið mætir Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á morgun, þeir voru allir fjarverandi á æfingu liðsins í dag.
Bukayo Saka kantmaðurinn knái er áfram frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í verkefni með enska landsliðinu.
Jurrien Timber er áfram meiddur og Martin Odegaard miðjumaður liðsins er áfram frá.
Takehiro Tomiyasu er svo áfram meiddur en hann hefur átt í vandræðum með að halda heilsu undanfarnar vikur.
Arsenal tapaði 2-0 gegn Bournemouth um helgina en William Saliba fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks.
At Arsenal training… no Saka, Timber, Odegaard or Tomiyasu out there today… pic.twitter.com/fwtHYEvIam
— John Cross (@johncrossmirror) October 21, 2024