Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United mætir ekki á Old Trafford í dag þegar liðið mætir Brentford.
Þetta kemur eftir að hann var rekinn úr starfi sendiherra í vikunni þegar félagið ákvað að spara sér peninginn.
Ferguson fékk 340 milljónir króna á ári fyrir starf sitt en hann hætti sem stjóri liðsins.
Uppsögnin tengist því þó ekki að Ferguson sé ekki á vellinum en hann hafði áður látið vita að hann kæmist ekki á þennan leik.
Það er óvíst hversu mikið Ferguson lætur samt sjá sig eftir þessa uppsögn en hann hefur mætt mikið á völlinn síðustu ár.
Ferguson var stjóri United í 26 ár og vann 38 bikara á þeim tíma.