Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fékk skemmtilega gjöf frá fyrrum liðsfélaga sínum Scott McTominay.
McTominay og Fernandes þekkjast vel en þeir léku lengi vel saman hjá United og náðu ágætlega saman.
Skotinn færði sig um set í sumar en hann er í dag leikmaður Napoli sem spilar í efstu deild Ítalíu.
McTominay ákvað að senda vini sínum góða gjöf í vikunni en það er treyja Napoli með nafnið McTominay.
Mynd af þessu má sjá hér.
Bruno Fernandes showing off a gift from former teammate Scott McTominay via his IG story 🎁 pic.twitter.com/WK3NKlTNL7
— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 18, 2024